Hægt er að óska eftir tilboði með vefpósti (adaldekk@adaldekk.is), eins velkomið að hringja (588 7577) eða koma við að Miðhrauni 15, 210 Garðabæ frá 08:00 til 17:00.


Renegade A/T-5Renegade-AT5
Radar vill geta boðið upp á möguleika fyrir sem flesta að geta notið þess að keyra um á dekkjum frá þeim, og eru jeppamenn þar ekki undanskildir. Renegade A/T-5 er kraftmikið vel hannað dekk sem býður ökumönnum upp á þægilega ferð innan vega sem utan. A/T-5 er hannað með rákum sem eru til þess fallnar að spýta frá sér steinum sem festast í dekkinu. Dekkið er til í flestum stærðum fyrir jeppa og jepplinga.

Eiginleikar:
⦁ Stórar kubbar í miðju
⦁ Vel microskorið frá verksmiðju
⦁ Hönnun sem varpar frá sér steinum
⦁ 3 laga smíði

Kostir:
⦁ Aukinn stöðugleiki, bílinn lætur vel að stjórn og jöfn binding.
⦁ Hentar vel til aksturs innan vega sem utan
⦁ Hönnun sem kastar frá sér steinum og hindrar skemmdir á dekkinu
⦁ Vörn gegn óæskilegum götum

 


RW-5RW-5
RW er-5 vetrar og heilsárdekk frá Radar. Dekkið er framleitt á allar helstu stærðir á fólksbílum og jepplingum. Dekkið hefur mikið grip í snjó og krapi ásamt því að hafa mjúka aksturseginleika í venjulegum aðstæðum.

Eiginleikar:
⦁ V-lagað í akstursstefnu, með 2 stórum rákum
⦁ Sagtannar mynstur
⦁ Háþróuð silikonbætt gúmmíblanda.

Kostir:
⦁ Aukið veggrip í snjó
⦁ Öruggt með stuttri hemlunarvegalengd
⦁ Nýtist vel við allar aðstæður

 


RW-5 IceRW-5-Ice
RW-5 ICE vetrar og heilsársdekkið er hannað fyrir erfið veðurskilyrði og mikinn snjó og hentar því vel fyrir íslenskar aðstæður. Gúmmíið í dekkjum er mjúkt og dekkið er mikið microskorið frá verksmiðju. Þessi blanda ásamt sérhönnuðu mynstri gefur dekkinu þá góðu eiginleika sem æskilegir eru fyrir þá sem vilja njóta öryggis að vetri og hafa einnig hljóðlát góð dekk að sumri. Til í flestum stærðum.

Dekkið er til neglanlegri útgáfu sem kallast RW-5 Ice Lock !!!

Eiginleikar:
⦁ Samhverft mynstur
⦁ Stallaðar mynstur
⦁ Mikið micro-skorið

Kostir:
⦁ Öryggi
⦁ Gott veggrip í snjó og ís
⦁ Aukið grip á ís